FLUGKLÚBBUR SELFOSS

Flugklúbbur Selfoss var stofnaður árið 1974

Flugklúbbur Selfoss er áhugamannaklúbbur um vöxt og viðgang flugs á Selfossi. Megin viðfangsefni klúbbsins er rekstur Selfossflugvallar, þar með talið flugstöðvarinnar, útleiga og rekstur á flugskýli og félagsstarf. Félagar í klúbbnum eru um 160, þar af um 50 sem hafa, eða hafa haft, réttindi til að fljúga flugvélum. Flugvélar í eigu klúbbfélaga eru um 15 í 5 flugskýlum sem eru á flugvallarsvæðinu. Allir geta gengið í flugklúbbinn og er árgjaldið kr. 4.000,- .

Eldsneytissala Flugklúbbs Selfoss

Um árabil hefur Flugklúbbur Selfoss selt AVGAS100LL til félagsmanna á betri kjörum í gegnum félagið BISF ehf.

Almennt verð: 400 kr. líterinn | Verð til félagsmanna 360 kr. líterinn